top of page

Húsið er á þremur hæðum og hefur verið mikið endurnýjað frá því að Skógræktarfélag Íslands keypti það árið 2011. Í húsinu eru: 6 svefnherbergi (hýsa að hámarki 10 manns á sama tíma), eldhús og búr, tvö baðherbergi, borðstofa/stofa, lesherbergi og þvottahús. 

 

Hver gestur hefur aðgang að einkaherbergi með sérstakt vinnurými og útsýni yfir vatnið, kirkjuna við Úlfljótsvatn og fjöllin. Eldhús, baðherbergi og stofa/borðstofa eru sameiginleg með öðrum en nægilegt rými er til staðar svo allir hafi rými til að vinna og hvílast. Allt sem til þarf er í eldhúsinu og baðherbergin eru nýlega endurnýjuð. Rúmföt og handklæði eru á staðnum, en ekki snyrtivörur.


Sem stendur eru þrjú herbergi til notkunar: 

 

  • Herbergi 2: Fyrir einn (single) á annarri hæð: 8,8 m2 - 80.000 kr. / mán. 

  • Herbergi 5: Fyrir tvo (double) á fyrstu hæð: 13,4 m2 - 90.000 kr. / mán. 

  • Herbergi 8: Fyrir einn (single) í kjallara: 8,5 m2 - 75.000 kr. / mán. 

 

Hægt er að útvega annað herbergi, sé þess óskað sérstaklega.
 

Í hverju svefnherbergi er rúm, kommóða, fataskápur, skrifborð, tveir lampar og skrifborðsstóll. 
 

Skógræktarfélag Íslands gerir ekki kröfu um að íbúar greiði staðfestingargjald en undirrita þarf samning fyrir komu til að tryggja greiðslu. 
 

Félagið fékk rekstrarleyfi frá sýslumanni árið 2022 sem tryggir að við séum að starfa samkvæmt þeim heilbrigðis- og öryggisreglum sem eru lögfestar á Íslandi. Allur brunavarnarbúnaður er í lagi.

Þórunnartún 6

105 Reykjavík

Iceland

+354-551-8150

skog@skog.is

www.skog.is

The Lake House of Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatnsbær

Grafningsvegur Efri

805 Selfoss

Iceland

+354-783-9531

ulfoskog@gmail.com

FOLLOW US 

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page