top of page

Velkomin á Úlfljótsvatn
Hús fyrir sumarsjálfboðaliða – gistiheimili – vinnustofudvöl fyrir rithöfunda og listamenn að vetri til.
Land fyrir endurheimt skóglendis.

Úlfljótsvatnsbærinn er gamalt bóndabýli við Úlfljótsvatn en Skógræktarfélag Íslands leiðir þaðan skógræktarstarfsemi og endurheimt skóglenda á sunnan- og vestanverðu landinu.

Úlfljótsvatnsjörðin er 1415 hektara að stærð og í eigu Skógræktarfélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta og Skátasambands Reykjavíkur.


Um 500 hektarar hafa verið teknir til endurheimtar skóga það sem af er. Skógræktarfélag íslands hefur frá árinu 2014 gróðursett tré til kolefnisbindingar fyrir Kolvið og í dag er sá hluti nálægt 470 hekturum (sjá kort hér að neðan). Árið 2021 var gerður samningur við 66°N um 12 hektara svæði ætlað undir fjölnytjaskóg, sem mun binda kolefni, hjálpa til við vatnsmiðlun, auka frjósemi jarðvegs, skapa skjól og vera aðlaðandi útivistarsvæði. Á þeim 20 hekturum sem út af standa af þessum 500 hekturum alls hefur Skógræktarfélag skáta við Úlfljótsvatn gróðursett mest, allt frá 1990, og er þar nú að finna vöxtulegan og spennandi útivistarskóg. Einnig er verndun votlendis og fuglalífs hluti af stjórnunarstefnu fyrir svæðið.


Með þessu reynum við að bregðast við áskorunum umhverfis- og loftslagskreppunnar með því að koma í veg fyrir frekara jarðvegsrof, binda kolefni, auka lífbreytileika og stækka skógarþekjuna á Íslandi. Við nýtum fjölmargar trjátegundir eins og birki (Betula pubescens), greni (Picea ssp.), stafafuru (Pinus contorta), ásamt elri (Alnus ssp.) og ilmreyni (Sorbus aucuparia).

Fræðsla til almennings, ekki síst ungs fólks, er kjarninn í starfsemi okkar á Úlfljótsvatni. Þess vegna leggjum við sérstaka áherslu á fræðsluhlið gróðursetningar og vinnum sem mest með hópum ungs fólks. Þetta er gert mögulegt með nánu samstarfi við skátahreyfinguna, en einnig við alþjóðlegu ESC-Erasmus+ sjálfboðaliðahópana okkar og aðra sjálfboðaliðahópa og samtök sem hafa reglulega samband við okkur.

71073555_10157481773822383_4452137088711

Fræðsla fyrir sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi um gróðursetningu á rofnu svæði með sjálfboðaliðum ESC, 2019.

200601905_10159254140507383_741655433543

Bandarískir nemendur skólaskipsins USCGC Eagle eftir gróðursetningu trjáa, 2021.

News

LogoSI-hvitt.png

Skógræktarfélag Íslands

 

Þórunnartún 6

105 Reykjavík

Iceland

+354-551-8150

skog@skog.is

www.skog.is

The Lake House of Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatnsbær

Grafningsvegur Efri

805 Selfoss

Iceland

+354-783-9531

ulfoskog@gmail.com

FOLLOW US 

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page