Skógræktarfélag Íslands býður rithöfunda, hlaðvarps-/kvikmyndagerðarfólk og listamenn sem vilja gefa sér tíma til að vinna að eigin verkefnum velkomin á tímabilinu frá miðjum október til byrjun maí. Húsið er staðsett í um 20 mínútna fjarlægð frá Selfossi en er þó frekar afskekkt og á rólegum stað sem gerir íbúum kleift að einbeita sér að vinnu sinni á meðan þeir njóta friðsældarinnar á svæðinu.
Það er því tilvalinn vinnustaður. Umsjónaraðili hússins kemur reglulega til að sjá um það og býður gestum upp á að kynnast svæðinu og fræðast um náttúru, jarðfræði og samfélagssögu Gullna hringsins. Ef þörf er á og það er hægt er reynt að koma gestum í samband við samtök/samstarfsaðila á svæðinu til að mynda góð tengsl og kynna starf sitt. Hafa ber í huga að vinnustofudvöl fylgir ekki bíll: þeim gestum sem ekki koma á eigin farartæki verður ekið í það nauðsynlegasta (t.d. til og frá Reykjavík eða Selfossi, til matvælainnkaupa). Hægt er að leigja bíl á meðan á dvöl stendur, t.d. hjá Hertz og Europcar / Bílaleiga Akureyrar sem hafa gert samninga við Kolvið um kolefnisbindingu.
Ferlið:
Ekki er auglýst eftir umsóknum eða um valferli að ræða, en rit-eða listaverkið sem fyrirhugað er að vinna verður að lúta að umhverfi og samskiptum manna við það, helst þá skóga. Tengsl við Ísland og/eða Norðurlönd/slóðir eru jákvæð. Listamönnum sem vinna úr viði er velkomið að hafa samband við okkur. Vinnustofudvölin er hugsað sem rannsóknarverkefni og því ekki gerð krafa um skil á niðurstöðu eftir dvöl á Úlfljótsvatni.
Það eru engin takmörk á lengd vinnustofudvalar. Við skoðum allar umsóknir í hverju tilviki fyrir sig og ákveðum með fyrirhuguðum gestum hvort verkefni þeirra falli að okkar áherslum og setjum niður skilyrði fyrir dvölinni.
Sendið fyrirspurn á netfangið ulfoskog@gmail.com. Tölvupósturinn skal innihalda stutta lýsingu á verkefninu og hvernig tíminn á Úlfljótsvatni verður nýttur, í hvaða samhengi vinnustofudvölin gerist (mögulegt fjármagn, yfirstandandi rannsóknir, lengd og tímalengd dvalar o.fl.) og tengil á heimasíðu eða fyrri verk.
Þegar fyrirspurn um vinnustofudvöl hefur borist munum við koma á síma-/fjarfundi til að kynnast þér betur, ræða um vinnustofudvölina og samræma væntingar.
Þegar verkefni er samþykkt færðu sent boðsbréf um vinnustofudvöl á Úlfljótsvatni sem þú getur nýtt til styrkumsókna.
The Lake House of Úlfljótsvatn
Úlfljótsvatnsbær
Grafningsvegur Efri
805 Selfoss
Iceland
+354-783-9531
FOLLOW US